Eftir fimm frábær ár á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er ég núna sjálfstætt starfandi við skriftir, nýsköpun og ráðgjöf í heilsuhagfræði. Þá sit ég í bæjarstjórn og bæjarráði Ísafjarðarbæjar, er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðastofu og sjálfboðaliði fyrir Fossavatnsgönguna. Einnig tek ég að mér stakar borgaralegar athafnir.
Út er komin bókin Lög frá Ísafirði með nótum að 37 lögum. Hún er til sölu hér.
Ýmis skrif
-
Ávarp við vígslu Kerecisvallarins
Kerecisvöllurinn var vígður eftir miklar endurbætur 22. júní með leik meistaraflokka Vestra og Vals í karlaknattspyrnu. Ég flutti ávarp af því tilefni. Kæru vinir, heiðursgestir,til hamingju með daginn. Fyrsti völlurinn sem hér var leikið á var vígður 18. júlí 1964, eða fyrir sextíu árum síðan. Hér var þá vík með ruslahaugum á uppfyllingu. Hlaðinn var…
-
Rafmagnsendur í vestfirskum skógum: nýlegar fréttir af raforkumálum í stærra samhengi
Til er saga hér á Ísafirði af (nafngreindu) ungu barni sem var að ræða við pabba sinn um endurnar sem syntu niðri í Tunguá. „Æi, pabbi, þetta voru rafmagnsendur“ sagði barnið, en pabbinn fattaði ekki neitt fyrr en hann áttaði sig á að barnið var að tala um straumendur. Ég veit að þetta er langsótt…
-
Bless Sirrý
Hvað einkennir vel heppnaðan hugbúnað? Ég hef velt þessu fyrir mér því um mánaðarmótin maí–júní 2024 lauk 19 ára sögu bókunarkerfisins Sirrýjar, kerfis sem ég skrifaði fyrir ferðaskrifstofuna Vesturferðir á Ísafirði. Forsagan Í gamla daga (um og eftir aldamót) var haldið utan um bókanir á Vesturferðum á tvennan hátt. Innbundin bók var notuð til að…
-
Lög frá Ísafirði og nærsveitum
Einn dag fyrir ekki löngu síðan reyndi ég að hafa upp á nótum að lagi Jónasar Tómassonar, Ísafjörður (í faðmi fjalla blárra). Ég fann nóturnar, en það var velkt margljósritað eintak í útsetningu sem hentaði ekki mínum spilastíl. Í píanóglamri mínu í gegnum tíðina hef ég vanist að spila það sem á ensku heitir lead…
-
Páskalagið
Páskalagið varð til hjá okkur Ingvari einhvern tímann upp úr aldamótum. Textinn fjallar um Páskana eins og þeir horfa við unglingi á Ísafirði. Hljóðritun lagsins var fremur frumstæð, blanda af alvöru hljóðfærum og midi-hljóðfærum, en hefur verið til í tölvukerfum RÚV og því spiluð endrum og eins í kringum páska. Hér fyrir neðan eru nótur…
-
Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024
Það eru bjartir tímar í Ísafjarðarbæ. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár endurspeglar mikinn viðsnúning þar sem tekjur aukast, skuldir lækka og allar kennitölur rekstrar eru jákvæðar. Margar ástæður eru fyrir þessu; vaxtarkippur í atvinnulífinu, mikilvæg umbótaverkefni í rekstri Ísafjarðarbæjar og aðhaldssöm fjármálastjórn spila öll saman. Undir röggsamri forystu Örnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra hefur starfsfólk Ísafjarðarbæjar…