Author: Gylfi Ólafsson

  • Borgarörin: fjölskylduhjól í hversdeginum

    Borgarörin: fjölskylduhjól í hversdeginum

    Frá því að eldri dóttir mín fæddist hefur mér fundist gaman að hjóla með hana. Eftir því sem hún hefur vaxið smám saman upp úr hjólastólnum sem ég hef fyrir hana á götuhjólinu mínu, og þegar von var á öðru barni, fór ég hinsvegar að verða óþreyjufullur að finna aðra og betri lausn á málinu.…

  • Ritdómur um Veröld í vanda

    Ritdómur um Veröld í vanda

    Eftirfarandi grein var skrifuð sumarið 2016, áður en bæði Ari Trausti fór í framboð fyrir Vinstri græn, og áður en ég fór í framboð fyrir Viðreisn. Hugmyndin var að fá greinina birta í einhverju formi í fínum ónefndum miðli en svarið stóð á sér og greinin gleymdist. Mér finnst ágætt að birta það sem ég…

  • Hvað eiga sokkaleisti, brauðhleifur og grjóthnullungur sameiginlegt?

    Hvað eiga sokkaleisti, brauðhleifur og grjóthnullungur sameiginlegt?

    Þetta byrjaði að því er virðist með saklausri færslu á blogg sem ég opnaði í ágúst 2004. Einstaklingar Einstaklingar er fáránlegt orð. Staklingur er miklu betra, því maður getur ekki verið stakur nema vera einn. Næstu vikur virðist mér þetta hafa verið hugleikið, því í september er opnaður gagnagrunnur um sokkaleistaorð. Þar var sokkaleistaorðum lýst svo: Sokkaleistar…

  • Útvarp Ísafjörður

    Útvarp Ísafjörður

    Í febrúar og mars gerðum við Þorsteinn Másson, sjómaður, og Tinna Ólafsdóttir, textasmiður (og eiginkona mín), átta þátta röð hlaðvarpsþátta í hlaðvarpi Kjarnans. Nafnið, Útvarp Ísafjörður, vísar til þess að við erum öll bundin Ísafirði sterkum böndum. Umfjöllunarefni þáttanna voru mörg og mismunandi en að nokkru leyti bundin landsbyggðinni. Í upphafi var lagt upp með…

  • Hugleiðingar taubleyjupabba

    Hugleiðingar taubleyjupabba

    Við Tinna notum taubleyjur á barnunga dóttur okkar. Hér á eftir fara nokkrar hugleiðingar því tengdar. Taubleyjur eru upprunalega fyrirkomulagið, það sem notað var í gegnum aldirnar áður en einnota bréfbleyjur komu til sögunnar fyrir ekki svo mörgum áratugum. Af hverju taubleyjur? Fyrir því að nota taubleyjur eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er það…

  • Rennslisvax er hættulegt bruðl

    Rennslisvax er hættulegt bruðl

    Þetta er eiginlega vandræðalega mikil stereótýpa, eins og klipptur út úr illa skrifaðri bandarískri kvikmynd frá níunda áratugnum; óbilgjarni og hrokafulli rússneski vísindamaðurinn sem talar erlendar tungur með svo miklum hreim að hann er nær óskiljanlegur. Í þessu tilviki heitir hann Leonid Kuzmin, er búsettur í Svíþjóð og hefur síðasta einn og hálfan áratuginn unnið…

  • Gott á górillið

    Gott á górillið

    Ég hef líklega heyrt það hjá einhverjum af sniðugu herskáu bresku trúleysingjunum—Dawkins eða Hitchens—að munurinn á eingyðistrú (til dæmis kristni) og trúleysi væri sáralítill. Báðar stefnur hafna þúsundum þeirra guða sem manneskjur dýrka og hafa dýrkað víða um heim. Í reynd skipti það sáralitlu hvort 999 eða 1000 guðum sé hafnað, trúleysi á 99,9% allra…

  • Ofurlítill skerfur til viðhalds tungunni

    Ofurlítill skerfur til viðhalds tungunni

    Nú eru nokkrir mánuðir liðnir síðan Jón Sigurðsson tók við embætti forseta Hins íslenska bókmenntafélags. Starfinn er mikilvægur því félagið er sögufrægt og hefur lyft grettistaki í viðhaldi og stuðningi við íslenska menningu í ýmsum formum í gegnum tíðina. Á vef félagsins kemur fram sú stefna að standa meðal annars vörð um íslenska tungu á…

  • Íslenskar gæsalappir með AutoHotKey

    Íslenskar gæsalappir með AutoHotKey

    Áhugafólki um rétta greinamerkjasetningu hefur lengi verið gert erfitt fyrir að skrifa íslenskar gæsalappir á lyklaborð hefðbundinna tölva með Windows. Þegar stórt lyklaborð með sérstöku talnaborði er notað er hægt að stimpla AltGr-kóðana (0132 og 0147), en þegar notuð er fartölva sem ekki er með talnaborð, flækist málið. Eftir nokkra rannsóknavinnu hef ég komist að því…