Bjargar snjallsímatæknin heilbrigðiskerfinu?

Í september síðastliðnum birti MIT technology review áhugaverðan greinaflokkM1I_09302013 um kostnað í heilbirgðiskerfinu. Greinaflokkurinn gengur út frá þeirri fullyrðingu að í öllum greinum þjóðlífsins verði tækni til þess að lækka kostnað–nema í heilbrigðiskerfinu. Síðan er haldið áfram og spurt hvað valdi.

Vissulega er ágætt að minnast þess áður en lengra er haldið að heildarútgjöld til heilbrigðismála eru nánast tvöfalt hærri í Bandaríkjunum en á Íslandi, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Það breytir þó því ekki að svipaða sögu er að segja af útgjöldum hér á Íslandi.

Þó lausnin á þessum vandamálum—ef vandamál skildi kalla; aukin útgjöld til heilbrigðismála bæta lífsgæði og auka lífslengd—sé ef til vill flókin, kemst höfundur meðal annars að þeirri niðurstöðu að á sama tíma og læknisfræðinni fleygir fram, sitji heilbrigðisstjórnunin eftir. Kerfin sem notuð eru til að fjármagna og stýra heilbrigðiskerfinu þurfa að batna til að halda í við aukna pressu á útgjöld. Mögulega er þar lexía fyrir Ísland líka.

Greinaflokkurinn bendir á að ýmis tækifæri séu í internet- og snjalltækjalausnum. Þar er kálið hinsvegar fjarri því að vera sopið:

The wider problem facing these kinds of innovations—including records systems, mobile gadgets, and Internet-style business models—is that claims they will cut costs, while plausible and appealing, haven’t been proved. And it could take many years to find out if they actually bend medicine’s cost curve.