Category: Birt skrif

  • Kortlagning umhverfis leyfisskyldra lyfja: skýrsla komin út

    Skýrsla sem Íslensk heilsuhagfræði skrifaði fyrir Frumtök var kynnt á fundi í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í vikunni og á fundum með ráðherra heilbrigðismála annars vegar og með fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands hins vegar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að ný lög sem tóku gildi árið 2013, sem fjölluðu meðal annars um það hvernig ákvarðanir eru teknar um kaup…

  • ISPOR í Montreal

    Ég er nú nýkominn frá Montreal í Kanada. Þar var ég á nítjándu alþjóðlegu ráðstefnu ISPOR samtakanna. Nafn samtakanna, International society for pharmacoeconomics and outcomes research, útleggst á íslensku Alþjóðasamtök um lyfjahagfræði og útkomurannsóknir. Samtökin snerta þannig stóra þætti heilsuhagfræði og eru í raun og sann alþjóðasamtök heilsuhagfræðinga.