Category: Uncategorized

  • Hugleiðingar taubleyjupabba

    Hugleiðingar taubleyjupabba

    Við Tinna notum taubleyjur á barnunga dóttur okkar. Hér á eftir fara nokkrar hugleiðingar því tengdar. Taubleyjur eru upprunalega fyrirkomulagið, það sem notað var í gegnum aldirnar áður en einnota bréfbleyjur komu til sögunnar fyrir ekki svo mörgum áratugum. Af hverju taubleyjur? Fyrir því að nota taubleyjur eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er það…

  • Kostnaður við skimun fyrir ristilkrabbameini

    Að beiðni Krabbameinsfélagsins skrifuðum við Arna Hilmarsdóttir í sameiningu skýrslu þar sem skoðað er hvernig heppilegast er að standa að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Við slógum einnig á það hversu mikið slíkt myndi kosta. Niðurstaða okkar var að af ýmsum ástæðum væri skynsamlegast að taka upp skimun á tveggja ára fresti með…

  • SagaMedica blekkir áfram

    Ég var á læknadögum í byrjun ársins. Þar sá ég auglýsingabækling frá SagaMedica, þar sem flaggskip þess fyrirtækis, SagaPro, er meðal annars auglýst. SagaPro er, fyrir þá sem ekki þekkja, tafla unnin úr ætihvönn. Hún er seld gegn of tíðum þvaglátum sem er algengur kvilli sem gjarnan fylgir hækkandi aldri. Efst segir: SagaPro getur hjálpað…

  • Fyrirlestur á doktorsnemaráðstefnu

    Seigla, félag doktorsnema á Félagsvísindasviði heldur ráðstefnu föstudaginn 5. september kl. 12:00-17:00 á Hótel Sögu, Heklu 1. Ykkar einlægur flytur þar fyrirlestur (já, önnur afar langsótt vísun í Þórarin Eldjárn!) um hryggþófahrörnun (og þennan pappír hér). Ráðstefnan er haldin í samvinnu við félag doktorsnema og er öllum opin og aðgangseyrir enginn. Boðið verður upp á léttar…

  • Bjargar snjallsímatæknin heilbrigðiskerfinu?

    Í september síðastliðnum birti MIT technology review áhugaverðan greinaflokk um kostnað í heilbirgðiskerfinu. Greinaflokkurinn gengur út frá þeirri fullyrðingu að í öllum greinum þjóðlífsins verði tækni til þess að lækka kostnað–nema í heilbrigðiskerfinu. Síðan er haldið áfram og spurt hvað valdi. Vissulega er ágætt að minnast þess áður en lengra er haldið að heildarútgjöld til heilbrigðismála…