Áhugafólki um rétta greinamerkjasetningu hefur lengi verið gert erfitt fyrir að skrifa íslenskar gæsalappir á lyklaborð hefðbundinna tölva með Windows. Þegar stórt lyklaborð með sérstöku talnaborði er notað er hægt að stimpla AltGr-kóðana (0132 og 0147), en þegar notuð er fartölva sem ekki er með talnaborð, flækist málið.
Eftir nokkra rannsóknavinnu hef ég komist að því að skásta leiðin til að leysa vandann er að nota lítið forrit sem heitir AutoHotKey. Forritið er opið og frjálst og byggir á skriftum sem maður getur skrifað sjálfur. Forritið er þannig mjög öflugt, en ég hef bara notað það fyrir þessi takmörkuðu not. Hægt er að setja skriftuna þannig að hún hlaðist inn sjálfkrafa þegar Windows er opnað .
Hér fyrir neðan er skriftan sem ég nota. Fyrir utan gæsalappir eru í henni takkasamsetningar fyrir tengistrik, þankastrik og spurnarhróp.
#NoEnv
SendMode Input
SetWorkingDir %A_ScriptDir%
^+1::
Send „
Return
^+2::
Send “
Return
^+3::
Send ‽
Return
^+4::
Send –
Return
^+4::
Send —
Return
Til þess að opna gæsalappir þarf að stimpla Ctrl+Shift+1, til að loka gæsalöppunum Ctrl+Shift+2 o.s.frv. Hægt er að breyta þessum samsetningu að vild, en ekki mælt með því að nota samsetningar sem önnur forrit nota (eins og til dæmis Ctrl+V).
Skildu eftir svar