Að beiðni Krabbameinsfélagsins skrifuðum við Arna Hilmarsdóttir í sameiningu skýrslu þar sem skoðað er hvernig heppilegast er að standa að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Við slógum einnig á það hversu mikið slíkt myndi kosta.
Niðurstaða okkar var að af ýmsum ástæðum væri skynsamlegast að taka upp skimun á tveggja ára fresti með heimsendu prófi, svokölluðu FIT-prófi, sem mæli ofnæmisvaka í hægðum og getur þannig greint hvort dulið blóð sé að finna í hægðum. Þeir sem fá jákvæð svör úr slíku prófi eru þá boðaðir í ristilspeglun þar sem skoðað er hvað valdi blóðinu (ef það er þá eitthvað), ristilsepar fjarlægðir og möguleg krabbamein greind. Slík greining finnur krabbamein fyrr en núverandi fyrirkomulag þar sem sjúklingar leita læknis ekki fyrr en krabbamein er farið að sýna einkenni. Niðurstaða okkar er að þetta verði fremur ódýr aðgerð. Með hægðaprófunum má fækka nokkuð skimunarspeglunum sem fjölgað hefur mikið upp á síðkastið, en þær eru dýrar, hafa óþægindi í för með sér og setja álag á þá fáu meltingarlækna sem nú starfa á landinu.
Skýrsluna er að finna hér. Excel-líkanið bakvið útreikninga er hægt að fá hjá okkur Örnu.