Ráðstefna í heilsuhagfræði

Í vikunni er haldin í Reykjavík ráðstefna norrænna heilsuhagfræðina, Nordic health economists’ study group. Ráðstefnan er að mestu haldin í Háskóla Íslands, þar sem einnig fór fram námskeið Teódórs Joyce um hagrannsóknir. Sjálfur hef ég ekki neitt sérstakt fram að færa af mínum verkum, en hleyp inn í dagskrána til að kynna eina ritgerð auk þess að taka á móti fólki í kvöldverði í Viðey á fimmtudagskvöldinu. Óhætt er að spá því að ráðstefnan verði mikil vítamínsprauta inn í íslenska heilsuhagfræði.