Rennslisvax er hættulegt bruðl

Þetta er eiginlega vandræðalega mikil stereótýpa, eins og klipptur út úr illa skrifaðri bandarískri kvikmynd frá níunda áratugnum; óbilgjarni og hrokafulli rússneski vísindamaðurinn sem talar erlendar tungur með svo miklum hreim að hann er nær óskiljanlegur.

Í þessu tilviki heitir hann Leonid Kuzmin, er búsettur í Svíþjóð og hefur síðasta einn og hálfan áratuginn unnið að rannsóknum og frumkvöðlastarfi til að sýna fram á að rennslisáburður sem notaður er í skíðagöngu sé ekki bara óþarfur, heldur hættulegur bæði fólki og umhverfinu. Nú síðast hafa norska umhverfisstofnunin sagt skógarbotninn í kringum skíðabrautir vera orðinn svo mengaðan af svokölluðum PFOA-efnum, sem brotna ekki niður og eru krabbameinsvaldandi.

Hann hefur í þessu skyni þróað og sett á markað Kuzmin-sköfuna, og þó hann hafi einnig byrjað að framleiða aðrar vörur eru sköfurnar það sem verður rætt um hér.

[aesop_video align=“center“ src=“youtube“ id=“NSAMU5Z9eXI“ caption=“Kuzmin og fulltrúi Swix í sænskum sjónvarpssal.“ loop=“on“ autoplay=“on“ controls=“on“ viewstart=“on“ viewend=“on“]

 

Gönguskíði sem notuð eru í hefðbundinni göngu eru með tvennskonar áburð, fattáburð svokallaðan, og rennslisáburð. Fattáburðurinn er settur undir miðju skíðins, en rennslisáburður framan og aftan við. Skíðin eru með innbyggðri spennu, sem gerir að þegar skíðamaðurinn stendur á báðum skíðum snertir fattáburðurinn ekki snjóinn, en þegar stigið er í annað skíðið snertir miðjan snjóinn. Þannig er hægt að fá spyrnu þegar gengið er, en gott rennsli niðrávið. Þetta er augljóslega mikið vandaverk að láta rennslið renna vel og fattið grípa vel, og margt getur farið úrskeiðis.

Í gamla daga, þegar skíði voru búin til úr við voru þau gjarnan tjörguð en síðar voru þau vaxborin og það hefur haldist þó skíði séu nú úr plastefnum ýmisskonar og mun fullkomnari. Vaxið kemur í ýmsum tegundum og formum, þau eru af mismunandi hörku eftir því hvaða hitastig er úti og dýrari gerðirnar eru flúorblandaðar, en flúor hrindir frá sér vatni. Þegar skíðað er breytist allra efsta lag snjósins í vatn, og því eru fráhrindieiginleikar sólans gagnvart vatni sú breyta sem einna helst er skoðuð.

Af hverju vax?

Vax er borið á með því að bræða það á straujárni við hitastig sem er yfir 100°C ofan á sólann, slétta úr því og leyfa að þorna, skafa það svo af og bursta burt. Hugmyndin er að vax fari ofan í örsmáar rásir í plastinu, þrýstist smám saman út og myndi þannig himnu sem skíðin renna á.

Vax er vitleysa

Vaxið sprautast ekki út um glufur

Plastið sem notað er í skíði er mjög vatnsfráhrindandi eins og það er. Í því eru engar glufur. Ef vaxið eykur rennsli, ætti að húða skíðin almennilega, en það er aldrei gert. Og sprautist vaxið út um glufur, sýna einfaldir útreikningar að ef vaxið á að duga meira en nokkur hundruð metra, þarf fleiri lítra af vaxi (sjá síðu 23)

Hitinn eyðileggur skíðin

Plastið bráðnar við nógu lágt hitastig til að straujárnið getur brætt það. Það sést ef straujárn er látið vera of lengi á sama stað. Rannsóknir hafa sýnt að þó straujárnið sé látið fara hratt yfir afmyndast þó samt efsta lagið (sjá síður 19 og 20).

Vax er hættulegt

Umhverfisáhrif vax eru tvennskonar. Í fyrsta lagi verða til hættulegar gufur—þá sér í lagi flúorblandaðar gufur–þegar vaxið er brætt ofan í skíðin. Alltaf er mælt með góðri loftræstingu, en það dýrt spaug, og er ekki nóg í sumum tilvikum eða ekki mögulegt. Þetta hefur verið áhyggjuefni lengi (sjá einnig þetta og svo NRK) .

Hin áhrifin eru á snjóinn og undirlagið í kringum skíðabrautir, sem smám saman mengast af flúori og öðrum hættulegum efnum. Þessi efni brotna ekki niður heldur safnast upp, og eru krabbameinsvaldandi.

Á það hefur verið bent í umræðum á Facebook-síðu skíðagönguáhugafólks að bæði skíðabrautir á Akureyri og Ísafirði séu a.m.k. að hluta á vatnsverndarsvæðum. Það er alvarlegt ef satt er og ætti að vera næg ástæða til að banna flúorblandað rennslisvax, og þó eftirlit með slíku sé erfitt ætti bann að minnka notkun slíks til muna.

Vax er dýrt og tímafrekt

Vax í mismunandi hitastigum, flúorinnihaldi og tegundum kostar tugi þúsunda og þarf að endurnýja á nokkurra ára fresti. Stálskafan er sannarlega ekki ókeypis (kostar 600 SEK, 9000 íslenskar), en þarf bara að kaupa einu sinni. Burstar og annað þarf óháð tækni.

cera
Skjáskot af vefsíðu CraftSports á Ísafirði. Hver pakkning inniheldur áburð fyrir nokkra umganga. Nýgræðingum er að sjálfsögðu ekki sagt að nota svona dýran áburð.

Kuzmin-skafan

Stálskafan

Kuzmin-stálskafan er dregin í 5–15 mínútur eftir skíðinu í rennslisátt. Nauðsynlegt er að vera með statíf einhversskonar til að halda skíðunum föstum. Óþarfi er að skafa oftar en nokkrum sinnum á tímabili. Þetta er gert til að hreinsa óhreinindi og slétta misfellur sem myndast í sólanum við notkun. Að þessu loknu er gott að nota bursta til að slétta yfirborðið enn frekar. Kuzmin selur sérstaka bursta en einnig er hægt að nota venjulega skíðabursta sem koma á litlum trékubbi.

Kuzmin á Íslandi

Kuzmin-boðskapurinn hefur ekki breiðst mikið út á Íslandi. Við Eiríkur Gíslason erum þeir einu sem nota Kuzmin-sköfu að staðaldri. Við notum einnig Kuzmin-bursta festan á slípirokk. Benedikt Hreinn Einarsson hefur einnig gengið Fossavatnsgönguna á Kuzmin-skíðum.

 

11018858_10153616652378696_8420575529048100345_n
Eiríkur burstar með Kuzmin-bursta á slípirokk.

 

Ég á burstanum fyrir Fossavatnsgönguna 2015. Mynd: Haukur Sigurðsson.
Ég á burstanum fyrir Fossavatnsgönguna 2015. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Við Benedikt Hreinn Einarsson undirbúum okkur fyrir Fossavatnsgönguna 2015. Mynd: Haukur Sigurðsson
Við Benedikt Hreinn Einarsson undirbúum okkur fyrir Fossavatnsgönguna 2015. Mynd: Haukur Sigurðsson
Eiríkur Gíslason mundar Kuzmin-sköfuna við undirbúning fyrir Fossavatnsgönguna 2015. Mynd: Haukur Sigurðsson.
Eiríkur Gíslason mundar Kuzmin-sköfuna við undirbúning fyrir Fossavatnsgönguna 2015. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Af hverju nota landsliðin ennþá vax?

Flest bestu landsliðin og félagsliðin nota enn vax. Af hverju ætli það sé? Fyrir þessu eru tvær ástæður. Fyrst ber að nefna að flúorvax rennur til skamms tíma eilítið betur en vaxlaus skíði. Þau renna bara svo lítið betur að aukakostnaðurinn, heilsufarsáhrifin og umhverfisáhrifin vega alla jafna miklu meir hjá venjulegu fólki og jafnvel keppnisfólki. Hin ástæðan er sú, að vaxframleiðendur hafa af því mikinn hag að styrkja landsliðin og helsta keppnisfólkið til að segja að vaxið sé betra, svo frístundaskíðarar og lægra settir keppendur kaupi fokdýran áburð og fylgihluti.

Niðurstaða: Vaxið er skaðlegt, óþarft og fælir fólk frá

Samandregið er vaxið því dýrt, óþarft og skaðlegt. Flækjur og kostnaður sem nýgræðingar eru kynntir fyrir letja þá til að stunda þessa frábæru tegund líkamsræktar sem styrkir alla hluta líkamans.

Síða úr glærusýningu Kuzmins þar sem farið er á hundavaði yfir vísindin bak við vaxblekkinguna.
Síða úr glærusýningu Kuzmins þar sem farið er á hundavaði yfir vísindin bak við vaxblekkinguna. Þar er fjallað um tvær rússneskar byltingar, þá árið 1917, og svo doktorsverkefni Kuzmins um helstu þætti sem ráða rennsli skíða.

 

Uppfært 24. nóvember með fleiri myndum og umræðum um vatnsvernd.


Comments

2 svör við “Rennslisvax er hættulegt bruðl”

  1. Daniel Jakobsson

    a) Ef þetta er í alvöru betra – heldur þú að fólk sem er tilbúið að dópa sig til að ná betri árangri myndi láta peninga frá áburðarframleiðenda minnka möguleika á gullverðlaunum á ÓL.

    b)Hversu mörg landslið fá gefins áburð, Afar fá,staðreyndin er sú að flest landslið myndu spara á því að nota ekki áburð.

    Efasemdarmaðurinn.

  2. Takk fyrir innleggið Daníel. Flúorblandað vax rennur betur til skemmri tíma, en bara lítið eitt og það með ærnum tilkostnaði. Munurinn í rennsli er í besta falli smávægilegur og ekkert sem skiptir máli í keppnum á Íslandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *