Ýmislegt smálegt er nafnið sem ég nota fyrir ýmis verkefni sem ég er að sinna. Eftir því sem þau þroskast set ég hér meira inn, en þangað til læt ég söguyfirlit duga.
Kennitala: 640505 1090.
Virðisaukaskattsnúmer: 90749.
Heimilisfang: Tangagötu 17, Ísafirði.
Netfang: gylfi@gyl.fi
Sími: 693 3916
Smá saga um nafngiftina
Við vinirnir, Greipur og ég, stofnuðum árið 2005 lítið fyrirtæki sem hét Ýmislegt smálegt utan um nokkrar hugmyndir sem við höfðum að verkefnum sem að mestu tengdust ferðaþjónustu en einnig öðru.
Bæjarins besta flutti af þessu ítarlegar fréttir á sínum tíma. Einkum voru það kvöldafþreying og útgáfa póstkorta sem við sýsluðum með. Með okkur í kvöldskemmtunum var Elfar Logi Hannesson sem sýndi einleikinn sinn um Gísla Súrsson á móti fyrirlestrum frá okkur.
Eins og gengur og gerist lognaðist þetta svo út af hjá okkur, en var ágætis æfing og skilaði hvorki tapi né hagnaði.
Þegar ég flutti heim frá Svíþjóð árið 2023 var mér ráðlagt að halda utan um tekjur mínar af ráðgjafastörfum í félagi. Þá tók ég yfir sofandi kennitöluna og breytti nafninu í Íslensk heilsuhagfræði í samræmi við breyttar áherslur.
Þó heilsuhagfræði sé vissulega áfram hluti af því sem ég fæst við dagsdaglega, eru verkefnin ekki einskorðuð við þá fræðigrein, og því þótti mér við hæfi að skipta aftur í gamla nafnið.