Eftir fimm frábær ár á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er ég núna sjálfstætt starfandi við skriftir, nýsköpun og ráðgjöf í heilsuhagfræði. Þá sit ég í bæjarstjórn og bæjarráði Ísafjarðarbæjar.

Ýmis skrif
-
Vottorð vegna ferðakostnaðar eru ósanngjörn aðgangshindrun
Það fór kannski ekki ýkja hátt, þegar umboðsmaður Alþingis birti úrskurð þann 9. ágúst, um ferðavottorð, en úrskurðurinn var nú samt ansi merkilegur. Í stuttu máli snýst málið um þetta: Þegar heilbrigðisþjónusta er ekki í boði í heimabyggð á sjúklingur rétt á að fá ferðakostnað endurgreiddan frá Sjúkratryggingum Íslands. Í reglugerð er sjúkratryggingum uppálagt að óska eftir vottorði…
-
Ef þetta er persónuvernd, hvernig er þá heilsuvernd?
Ádögunum úrskurðaði Persónuvernd í tvíþættu máli sem sneri að öryggisveikleikum í Heilsuveru. Úrskurðurinn er ósanngjarn og fórnar meiri hagsmunum fyrir minni. Og þó sektin sé sú með því hæsta sem Persónuvernd hefur lagt á er hún sennilega einn þúsundasti af þeim skaða sem úrskurður af þessu tagi veldur íbúum þessa lands. Rykfallinn róbóti Mér hefur síðustu daga…
-
Leslistinn
Leslistinn, frábært fréttabréf um áhugavert lesefni, fékk mig í ráðuneyti sitt. Hér er það sem ég lagði í púkkið með krúsídúllum frá Kára Finnssyni, öðrum umsjónarmannanna. Velkominn í ráðuneyti Leslistans, Gylfi. Hann Sverrir sér yfirleitt um að bjóða í Ráðuneytið og er oftast með bakkelsi og kaffi á boðstólnum. Ég er ekki alveg jafn huggulegur…
-
Vestfirðir: Bestir fyrir hjólandi
Birt á BB.is í maí 2019. Það eru væntanlega fréttir fyrir marga, en Vestfirðir eru höfuðstaður hjólreiða og göngu. Í þremur rannsóknum í röð—2012, 2016 og 2017—voru Vestfirðingar marktækt líklegri en íbúar annarra landshluta til að ganga eða hjóla til vinnu þrisvar eða oftar í viku. Þetta segja lýðheilsuvísar Embættis landlæknis. Lýðheilsuvísarnir, sem eru áhugaverðir…
-
Borgarörin: fjölskylduhjól í hversdeginum
Frá því að eldri dóttir mín fæddist hefur mér fundist gaman að hjóla með hana. Eftir því sem hún hefur vaxið smám saman upp úr hjólastólnum sem ég hef fyrir hana á götuhjólinu mínu, og þegar von var á öðru barni, fór ég hinsvegar að verða óþreyjufullur að finna aðra og betri lausn á málinu.…
-
Hagrænt líkan um bakverki
Í lok 2017 birtist í Journal of Medical Economics grein eftir mig og fernt samstarfsfólk mitt þar sem við lýsum líkani í heilsuhagfræði. Greinin er hluti af stærra verkefni, þar sem tvær greinar bíða birtingar en ein hefur þegar verið birt. Sú grein heitir A Profile of Low Back Pain: Treatment and Costs Associated With Patients…