Author: ihh
-
Hagrænt líkan um bakverki
Í lok 2017 birtist í Journal of Medical Economics grein eftir mig og fernt samstarfsfólk mitt þar sem við lýsum líkani í heilsuhagfræði. Greinin er hluti af stærra verkefni, þar sem tvær greinar bíða birtingar en ein hefur þegar verið birt. Sú grein heitir A Profile of Low Back Pain: Treatment and Costs Associated With Patients…
-
Spenging og þrýstingsminnkun við hryggþrengslum
New England Journal of Medicine hefur birt grein þar sem ég er einn meðhöfunda; A randomized, controlled trial of fusion surgery for lumbar spinal stenosis. Hryggþrengsli eru algeng tegund bakverkja, þar sem þrýstingur myndast á mænuna í mjóbaki með verkjum og máttleysi í baki og niður í fætur. Þegar þetta lagast ekki af sjálfu sér…
-
Kostnaður við skimun fyrir ristilkrabbameini
Að beiðni Krabbameinsfélagsins skrifuðum við Arna Hilmarsdóttir í sameiningu skýrslu þar sem skoðað er hvernig heppilegast er að standa að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Við slógum einnig á það hversu mikið slíkt myndi kosta. Niðurstaða okkar var að af ýmsum ástæðum væri skynsamlegast að taka upp skimun á tveggja ára fresti með…
-
Sænska sagan af Soliris
Til er lyf sem heitir ekúlísúmab (eculizumab, selt undir vörumerkinu Soliris). Á Íslandi var Soliris fyrst synjað um greiðsluþátttöku vegna of hás kostnaðar. Lyfið var síðar keypt beint af Landspítalanum og fjármagnað af öðrum fjárlaglið en þeim sem ætlaður er til lyfjakaupa. Fram hefur komið að lyfjameðferð kostar rúmlega 100 milljónir per sjúkling en nákvæmari upplýsingar liggja ekki…
-
Kvóti á lyfjakaup er ekki siðlaus
Grein birtist í Kjarnanum 9. júní 2015 Lyfjakaup hafa verið til umfjöllunar í tveimur aðskildum fréttamálum upp á síðkastið. Annað þeirra fjallar um ný lyf við lifrarbólgu C. Þau lyf sem nú eru notuð á Íslandi eru fremur léleg, bæði vegna þess lyfin lækna ekki nærri því alla og vegna þess að aukaverkanir þeirra eru…
-
SagaMedica blekkir áfram
Ég var á læknadögum í byrjun ársins. Þar sá ég auglýsingabækling frá SagaMedica, þar sem flaggskip þess fyrirtækis, SagaPro, er meðal annars auglýst. SagaPro er, fyrir þá sem ekki þekkja, tafla unnin úr ætihvönn. Hún er seld gegn of tíðum þvaglátum sem er algengur kvilli sem gjarnan fylgir hækkandi aldri. Efst segir: SagaPro getur hjálpað…
-
Fiðrildaáhrifin: Fjölgun lagadeilda bætir sjúkraskrár
Það liggur ekki í augum uppi þegar maður heyrir það fyrst, en fjölgun lagadeilda við háskóla mun að líkindum bæta sjúkraskrár. Fyrir rúmum áratug jókst framboðið mjög af lögfræðinámi. Háskólinn á Akureyri hóf að taka nýnema í byrjun aldarinnar, Háskólinn á Bifröst einnig. Á sama tíma var í boði lögfræðinám við stóru skólana HÍ og…
-
Nýr landlæknir hefur sterkar skoðanir á stjórnun í heilbrigðiskerfinu
Birgir Jakobsson hefur verið skipaður landlæknir. Birgir hefur síðustu ár sinnt stjórnunarstöðum, nú síðast sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Það er ekki úr vegi að benda á nýlegt viðtal sem Dagens Medicin tók við Birgi um það leyti sem hann lét af þeim störfum í vor. Þar skýtur Birgir til dæmis föstum skotum að…
-
Módelsmiðurinn við Mälaren
Hríseyingurinn Siguróli Teitsson starfar nú sem heilsuhagfræðingur hjá Quantify Research í Stokkhólmi, systurfyrirtæki Íslenskrar heilsuhagfræði. Ykkar einlægur lagði nokkrar spurningar fyrir kappann um dvölina í Stokkhólmi og heilsuhagfræði almennt. Siguróli las heilsuhagfræði í meistaranámi við HÍ. „Ég valdi mér mikla tölfræði sem hefur hjálpað mér talsvert, en ýmislegt af því sem ég fæst við hér…
-
Kortlagning umhverfis leyfisskyldra lyfja: skýrsla komin út
Skýrsla sem Íslensk heilsuhagfræði skrifaði fyrir Frumtök var kynnt á fundi í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í vikunni og á fundum með ráðherra heilbrigðismála annars vegar og með fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands hins vegar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að ný lög sem tóku gildi árið 2013, sem fjölluðu meðal annars um það hvernig ákvarðanir eru teknar um kaup…