Category: Lyf

  • Sænska sagan af Soliris

    Til er lyf sem heitir ekúlísúmab (eculizumab, selt undir vörumerkinu Soliris). Á Íslandi var Soliris fyrst synjað um greiðsluþátttöku vegna of hás kostnaðar. Lyfið var síðar keypt beint af Landspítalanum og fjármagnað af öðrum fjárlaglið en þeim sem ætlaður er til lyfjakaupa. Fram hefur komið að lyfjameðferð kostar rúmlega 100 milljónir per sjúkling en nákvæmari upplýsingar liggja ekki…

  • Kortlagning umhverfis leyfisskyldra lyfja: skýrsla komin út

    Skýrsla sem Íslensk heilsuhagfræði skrifaði fyrir Frumtök var kynnt á fundi í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í vikunni og á fundum með ráðherra heilbrigðismála annars vegar og með fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands hins vegar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að ný lög sem tóku gildi árið 2013, sem fjölluðu meðal annars um það hvernig ákvarðanir eru teknar um kaup…

  • Leyfisskyld lyf: hver er innkaupastjórinn?

    Síðan í vor hef ég á vegum Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda, unnið að skrifum á skýrslu um leyfisskyld lyf. Leyfisskyld lyf eru þau lyf sem eru dýr og vandmeðfarin, og gilda um þær sérstakar reglur. Þannig hljóta þau ekki greiðsluþátttöku ríkisins nema með samþykki Lyfjagreiðslunefndar og notkun þeirra er háð því að skrifaðar hafi verið formlegar klínískar…

  • Ebóluhagfræði

    Ég hef lengi haldið að The Economist hefði einkaleyfi á að búa til -onomics orð (sbr. kreppanomics) en The New Yorker virðist vilja vera með í leiknum og setur nú fram Ebolanomics. Í nýrri grein eru hvatarnir á bakvið lyfjaþróun útskýrðir nokkuð vel. Þannig er til dæmis bent á að út frá sjónarhóli lyfjafyrirtækja sé…

  • Ofurdýru meðferðirnar vekja erfiðar spurningar

    „Hvar á að draga mörkin, eða á að draga mörkin? Þetta er ekki eitthvað sem Landspítalinn getur einn ákveðið eða Sjúkratryggingar. Það þarf þarna aðkomu stjórnvalda og almennings, umræðu sem er einnig byggð á siðfræðilegum grunni. Hvernig á að forgangsraða? Auðvitað þarf að ræða almennt um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu, en vandamálið um forgangsröðun kemur sérlega…