Fyrirlestur á doktorsnemaráðstefnu

10641294_1484511585132506_8837879935883296493_nSeigla, félag doktorsnema á Félagsvísindasviði heldur ráðstefnu föstudaginn 5. september kl. 12:00-17:00 á Hótel Sögu, Heklu 1. Ykkar einlægur flytur þar fyrirlestur (já, önnur afar langsótt vísun í Þórarin Eldjárn!) um hryggþófahrörnun (og þennan pappír hér).

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við félag doktorsnema og er öllum opin og aðgangseyrir enginn. Boðið verður upp á léttar veitingar í Gimli að ráðstefnu lokinni.