Kortlagning umhverfis leyfisskyldra lyfja: skýrsla komin út

forsida_frumtokSkýrsla sem Íslensk heilsuhagfræði skrifaði fyrir Frumtök var kynnt á fundi í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í vikunni og á fundum með ráðherra heilbrigðismála annars vegar og með fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands hins vegar.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að ný lög sem tóku gildi árið 2013, sem fjölluðu meðal annars um það hvernig ákvarðanir eru teknar um kaup á dýrum og vandmeðförnum lyfjum, voru framfaraskref. Það hvernig lögin hafa verið innleidd og túlkuð hefur hinsvegar gengið hægt og illa. Niðurstaðan er kerfi sem er seinvirkt, flókið og ógegnsætt.

<a href =“http://www.frumtok.is/Frettir/Lesameira/kortlagningumhverfisleyfisskyldralyfjaaislandi“>Skýrsluna má sækja hingað.</a>