Lög frá Ísafirði

Í bókinni Lög frá Ísafirði eru laglínur, textar og hljómar að 37 lögum frá Ísafirði, eftir Ísfirðinga eða tengd Ísafirði eða nærsveitum nánum böndum. Öllum lögum fylgir stuttur inngangur auk þess sem bókina prýða ljósmyndir Hauks Sigurðssonar úr þessum mikla tónlistarbæ. Ritstjóri og útgefandi er Gylfi Ólafsson, sem einnig tölvusetti stærstan hluta nótnanna. Lögin eru misgömul og misþekkt, eftir höfunda á öllum aldri frá ýmsum tímum, þau nýjustu frá því í ár. Fæst laganna hafa birst á prenti áður og sum ekki einu sinni verið hljóðrituð. Fjögur laganna heita til dæmis „Ísafjörður“.  

Kaupa bók

Þar sem þessi bókaútgáfa er kotbúskapur er utanumhaldið haft eins látlaust og hægt er.

Hægt er að kaupa bókina beint frá býli með því að millifæra 5.000 kr. ef bókin er sótt til mín en 6.000 ef óskað er eftir að fá hana senda með pósti. Kennitala viðtakanda er 640505-1090 og reikningsnúmer 0556-26-006405. Innifalinn í verðinu er 11% virðisaukaskattur. Samhliða þarf að senda tölvupóst á gylfi@gyl.fi með upplýsingum um það hvort þú viljir fá bókina senda og þá hvert, eða hvernig þú vilt nálgast hana.

Bókin er einnig til sölu í Eymundsson á Ísafirði og mögulega víðar eftir því sem líður á árið.

Lög

1.12.87 (Rúnar Þór) [YouTube]
Aftur heim (Skúli mennski) [YouTube]
Á Seljalandsdal (Haraldur Ólafsson)
Ég er feimið fjall (Villi Valli, Egill Ólafsson)
Fljótavík (BG, Ásthildur C. Þórðardóttir)
Gamlar glæður (Salóme Katrín)
Gott að sjá þig (Halldór Smárason, Stígur Berg Sophusson)
Gúanóstelpan (Mugison, Rúna Esradóttir, Ragnar Kjartansson)
Gömul stef (Sammi rakari, Þorsteinn Eggertsson)
Hafið eða fjöllin (Óli popp)
Heima (Sammi rakari)
Hringrás lífsins (Rúnar Þór, Ómar Ragnarsson) [YouTube]
Húsið og ég (Grafík) [YouTube]
Ibizafjörður (Hermigervill)
Í faðmi fjallanna (Helgi Björns)
Í vöggu lista (Halldór Smárason, Steinþór Bjarni Kristjánsson)
Ísafjörður (Ég man þig fjörðinn fríða) (Sammi rakari, Ólína Þorsteinsdóttir)
Ísafjörður (Í faðmi fjalla blárra) (Jónas Tómasson eldri, Guðmundur skólaskáld)
Ísafjörður (BG, Guðmundur skólaskáld)
Ísafjörður (Mitt í fjallanna fangi) (Bragi Valdimar Skúlason)
Jólakvöld (Svanhildur Garðarsdóttir)
Kvöld (Villi Valli, Pétur Bjarnason)
Lóan (Jón Hallfreð Engilbertsson)
Minnisvísa um fjarðanöfn í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum (Ingvar og Gylfi)
Páskalagið (Ingvar og Gylfi)
Sólarpönnukökur (Gylfi Ólafsson)
Stingum af (Mugison) [YouTube]
Strollan (Höfundar óþekktir)
Sætt og sykurlaust, smáverk fyrir píanó (Hjálmar H. Ragnarsson)
Tíska í fatnaði (Guðrún María Johansson, Birkir Friðbertsson)
Um vor (Svanhildur Garðarsdóttir)
Vestfirsku Alparnir (BG, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir)
Vestfjarðaóður (Herbert Guðmundsson)
Vorkoman (BG, Jón Hallfreð Engilbertsson)
Vögguvísur (Sædís Ylfa Þorvarðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir)
Þegar fuglarnir eru sofnaðir (Villi Valli, Sara Vilbergsdóttir)
Þú gerir ekki rassgat einn (Bragi Valdimar Skúlason)

Errata

Nokkrar villur fundust í fyrstu prentun og var það snarlega leiðrétt. Þau sem fengu bókina á útgáfudag geta nálgast leiðréttingarlímmiða hjá mér eða skrifað eftirfarandi leiðréttingar inn við Fljótavík á blaðsíðum 20 og 21:

  • G#° hljómur á að vera á 4. slagi í 18. takti.
  • G hljómur á að vera á 1. slagi í 31. takti.
  • Fyrsta nóta 40. takts má fá punkt og fella þá brott þögnina síðar í taktinum.
  • Í takti 49 féll brott orðið „mín“.