Páskalagið varð til hjá okkur Ingvari einhvern tímann upp úr aldamótum. Textinn fjallar um Páskana eins og þeir horfa við unglingi á Ísafirði. Hljóðritun lagsins var fremur frumstæð, blanda af alvöru hljóðfærum og midi-hljóðfærum, en hefur verið til í tölvukerfum RÚV og því spiluð endrum og eins í kringum páska. Hér fyrir neðan eru nótur að laginu.