Ráðgjöf í heilsuhagfræði

Ég veiti ráðgjöf í heilsuhagfræði. Af hverju ætti að kalla mig til verks?

  • Ég hef doktorspróf í heilsuhagfræði, og hef skrifað akademísk verk sem birst hafa í alþjóðlegum vísindatímaritum. Grein mín um ákveðna tegund bakaðgerða birtist í New England Journal of Medicine og er sú sem hefur langsamlega oftast verið vitnað til. Ég er þátttakandi í Sunburst-rannsókninni um aðgerðir vegna bakáverka.
  • Ég hef kennt námskeið í heilsuhagfræði á meðan slíkt nám var í boði á Íslandi, en hef í að verða 10 ár kennt inngang að heilsuhagfræði fyrir læknanema, lýðheilsufræðinema og nú síðast nema í sjúkraþjálfun.
  • Ég hef mikla reynslu af ráðgjafastörfum fyrir íslensk og erlend fyrirtæki, auk íslenskra aðila, fyrst í Stokkhólmi en síðar frá Reykjavík.
  • Ég var forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í fimm ár og fékk þannig fjölbreytta reynslu og innsýn inn í heilbrigðiskerfið og áskoranir framtíðarinnar. Ég sinnti, sem hluta af þeirri stöðu, ýmsum nefndarstörfum sem vörðuðu heilbrigðiskerfið í heild.
  • Samantekið blanda ég saman akademískri nálgun og reynslu af raunverulegum aðstæðum og stofnanasamsetningu.

Hafðu samband til að ræða möguleg verkefni.


Eldri bloggfærslur

Þegar ég var sjálfstæður ráðgjafi á árunum 2013–18 stakk ég stundum niður penna.