Tvö nýleg viðtöl

lifdununa

Á sama hátt og íslenskir fjölmiðlar birta fréttir erlendra fréttamiðla um Ísland, birtir blogg ÍHH fréttir um ÍHH í öðrum miðlum.

Nýverið hafa tvö viðtöl verið birt við mig. Annað viðtalið var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þar sem farið var yfir meistararitgerð mína í hagfræði. Ritgerðin, sem komst í fréttirnar í sumar, er ýmsum takmörkunum háð og ekki lokasvarið í rannsóknum á samspili aðgengis og áfengisneyslu, en vonandi ágætis vísbending um að samspilið sé flókið. Ég er með á prjónunum að endurtaka leikinn með nákvæmari gögnum, og ef einhver þarna úti er með peninga til verksins, skal sá hinn sami rétta upp hönd.

Hitt viðtalið var við fréttamiðilinn Lifðu núna. Þar rak fréttamaðurinn, gamla kempan Erna Indriðadóttir, augun í að legudögum fækkaði en kostnaður ykist í heilbrigðiskerfinu. Í stuttu máli reyndi ég að útskýra helstu ástæður fyrir þessari þróun sem á yfirborðinu kann að hljóma þverstæðukennt.