Í febrúar og mars gerðum við Þorsteinn Másson, sjómaður, og Tinna Ólafsdóttir, textasmiður (og eiginkona mín), átta þátta röð hlaðvarpsþátta í hlaðvarpi Kjarnans. Nafnið, Útvarp Ísafjörður, vísar til þess að við erum öll bundin Ísafirði sterkum böndum. Umfjöllunarefni þáttanna voru mörg og mismunandi en að nokkru leyti bundin landsbyggðinni.
Í upphafi var lagt upp með að gera átta þætti, því vinnan við þáttagerðina eins og við lögðum efnið upp var töluverð. Sérstaklega að við vorum með undirbúin umræðuefni, stef og voru staðsett yfirleitt í tveimur hljóðstofum sem krafðist klippivinnu svo útkoman yrði áheyrileg. Auk þess tókum við yfirleitt upp töluvert meira efni sem við klipptum niður í 40-50 mínútur.
Urðu hlaðvarpsfíklar í Svíþjóð – Útvarp Ísafjörður hefur göngu sína https://t.co/8w2rXu6vrs pic.twitter.com/hhYbvWCXzZ
— Heimildin (@Kjarninn) February 1, 2016
Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið.
Þættina má sækja og hlusta á á Soundcloud.
Skildu eftir svar