Lögin hans Villa Valla

Vilberg Valdal Vilbergsson, Villi Valli (1930–2024), fæddist og ólst upp á Flateyri en var nær alla sína starfsævi rakari á Ísafirði. Hann var þó frá unga aldri á kafi í tónlist, lék á harmoniku, saxófón og píanó í djass- og danshljómsveitum auk þess að stjórna Lúðrasveit Ísafjarðar um árabil.

Í seinni tíð fór hann einnig að semja tónlist og komu tveir diskar út með lögum hans, Villi Valli árið 2000 og Í tímans rás árið 2008.

Í þessari bók eru 32 lög. Flest eru birt með laglínu, hljómum og eftir atvikum texta, en önnur eru í útsetningum fyrir fleiri hljóðfæri. Þá eru fimm laganna einnig í kórútsetningum.

Bókina prýða myndir frá löngum ferli Villa Valla.

Kaupa bók

Þar sem þessi bókaútgáfa er kotbúskapur er utanumhaldið haft eins látlaust og hægt er.

Hægt er að kaupa bókina beint frá býli með því að millifæra 6.500 kr. ef bókin er sótt til mín en 7.000 ef óskað er eftir að fá hana senda með pósti. Kennitala viðtakanda er 640505-1090 og reikningsnúmer 0556-26-006405. Innifalinn í verðinu er 11% virðisaukaskattur. Samhliða þarf að senda tölvupóst á gylfi@gyl.fi með upplýsingum um það hvort þú viljir fá bókina senda og þá hvert, eða hvernig þú vilt nálgast hana.

Bókin er einnig til sölu í Eymundsson á Ísafirði, Kringlunni og Smáralind, auk Hljóðfærahússins og Tónastöðvarinnar.

Gylfi Ólafsson og Rúnar Vilbergsson tóku saman.

Lög

  • 3. des 
  • 9. febrúar    
  • Dansað í Dokkunni
  • Eitt kvöld í París
  • Fiðrildið 
  • Guðný og Hrefna
  • Göturnar eru hálar
  • Hvar sem þú ert
  • Hvíta myllan á Tenerife
  • Í Hollakoti
  • Í örmum þér
  • Kvöld
  • Lítil bára
  • Lítil bára, fyrir karlakór
  • Ljúfsár (Ég er feimið fjall)
  • Ljúfsár (Ég er feimið fjall), fyrir kvennakór
  • Norðurljósablús
  • Norðurljós, fyrir blandaðan kór
  • Norskar nætur
  • Polka–mars fyrir Magnús
  • Sendlingarnir
  • Septembersamba
  • Sveitaball
  • Sægarpar
  • Sægarpar, fyrir karlakór
  • Takk fyrir lánið
  • Tangó í Víkurbæ
  • Tilraun
  • Tvö kvöld í París
  • Vals fyrir Ásgeir
  • Vals í F
  • Við uppvaskið
  • Vorkoman
  • Það liggur ekkert á
  • Þegar fuglarnir eru sofnaðir
  • Þegar fuglarnir eru sofnaðir, fyrir kvennakór
  • Þegar laginu lýkur