Heimasíða Gylfa Ólafssonar

Eftir fimm frábær ár á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er ég núna sjálfstætt starfandi við skriftir, nýsköpun og ráðgjöf í heilsuhagfræði. Þá sit ég í bæjarstjórn og bæjarráði Ísafjarðarbæjar. Einnig tek ég að mér stakar borgaralegar athafnir.


Ýmis skrif

 • Lög frá Ísafirði og nærsveitum

  Einn dag fyrir ekki löngu síðan reyndi ég að hafa upp á nótum að lagi Jónasar Tómassonar, Ísafjörður (í faðmi fjalla blárra). Ég fann nóturnar, en það var velkt margljósritað eintak í útsetningu sem hentaði ekki mínum spilastíl. Í píanóglamri mínu í gegnum tíðina hef ég vanist að spila það sem á ensku heitir lead…


 • Páskalagið

  Páskalagið varð til hjá okkur Ingvari einhvern tímann upp úr aldamótum. Textinn fjallar um Páskana eins og þeir horfa við unglingi á Ísafirði. Hljóðritun lagsins var fremur frumstæð, blanda af alvöru hljóðfærum og midi-hljóðfærum, en hefur verið til í tölvukerfum RÚV og því spiluð endrum og eins í kringum páska. Hér fyrir neðan eru nótur…


 • Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024

  Það eru bjartir tímar í Ísafjarðarbæ. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár endurspeglar mikinn viðsnúning þar sem tekjur aukast, skuldir lækka og allar kennitölur rekstrar eru jákvæðar. Margar ástæður eru fyrir þessu; vaxtarkippur í atvinnulífinu, mikilvæg umbótaverkefni í rekstri Ísafjarðarbæjar og aðhaldssöm fjármálastjórn spila öll saman. Undir röggsamri forystu Örnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra hefur starfsfólk Ísafjarðarbæjar…


 • Vottorð vegna ferðakostnaðar eru ósanngjörn aðgangshindrun

  Það fór kannski ekki ýkja hátt, þegar umboðsmaður Alþingis birti úrskurð þann 9. ágúst, um ferðavottorð, en úrskurðurinn var nú samt ansi merkilegur. Í stuttu máli snýst málið um þetta: Þegar heilbrigðisþjónusta er ekki í boði í heimabyggð á sjúklingur rétt á að fá ferðakostnað endurgreiddan frá Sjúkratryggingum Íslands. Í reglugerð er sjúkratryggingum uppálagt að óska eftir vottorði…


 • Ef þetta er persónuvernd, hvernig er þá heilsuvernd?

  Ádögunum úrskurðaði Persónuvernd í tvíþættu máli sem sneri að öryggisveikleikum í Heilsuveru. Úrskurðurinn er ósanngjarn og fórnar meiri hagsmunum fyrir minni. Og þó sektin sé sú með því hæsta sem Persónuvernd hefur lagt á er hún sennilega einn þúsundasti af þeim skaða sem úrskurður af þessu tagi veldur íbúum þessa lands. Rykfallinn róbóti Mér hefur síðustu daga…


 • Leslistinn

  Leslistinn

  Leslistinn, frábært fréttabréf um áhugavert lesefni, fékk mig í ráðuneyti sitt. Hér er það sem ég lagði í púkkið með krúsídúllum frá Kára Finnssyni, öðrum umsjónarmannanna. Velkominn í ráðuneyti Leslistans, Gylfi. Hann Sverrir sér yfirleitt um að bjóða í Ráðuneytið og er oftast með bakkelsi og kaffi á boðstólnum. Ég er ekki alveg jafn huggulegur…